Lögmannsþjónusta

Þjónusta

Passion. Experience. Diligence.

Helga Baldvins Bjargardóttir hdl

Hef sérhæft mig í mannréttindum fatlaðs fólks og þeirri þróun sem hefur átt sér stað varðandi útvíkkun jafnréttishugtaksins þannig að það nái yfir stöðu allra jaðarsettra einstaklinga og hópa. 

Í dag er ég sjálfstætt starfandi lögmaður en hef áður starfað sem framkvæmdastjóri Samtakanna ’78, réttindagæslumaður fatlaðs fólks í Reykjavík, og ráðgjafi fyrir brotaþola kynferðisofbeldis. Ég hef gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagasamtök, ráðuneyti og embætti ríkissaksóknara sem tengjast mannréttindum fatlaðs fólks. Um þessar mundir leiði ég starfshóp um þvingaða meðferð vegna nauðungarvistana á grundvelli lögræðislaga sem skipaður var af heilbrigðisráðherra í lok júlí.

 

 
 

Lögmenn

 
 

Eigandi

Helga Baldvins Bjargardóttir

M.L.-gráða í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2014. M.L.-ritgerð: Ný nálgun á lögræði fatlaðs fólks út frá samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Diplómanám í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands 2010.

B.A.-gráða í lögfræði frá Háskóla Íslands 2009. B.A. ritgerð: Virðing fyrir friðhelgi fjölskyldulífs: Réttur seinfærra foreldra til að halda forsjá barna sinna.

B.A.-gráða í þroskaþjálfafræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 2006. B.A.-ritgerð: Réttindagæsla fatlaðra: Fyrirkomulag réttindagæslu á Íslandi með hliðsjón af réttaröryggi.

 

Menntun

Háskóli Íslands

Háskólinn í Reykjavík

Námskeið

  • Að iðka mannréttindi: Hvernig raungerum við jafnrétti fyrir alla?

  • Fatlað fólk og kynferðisofbeldi